Dánartölur sveiflast

Meðan útfarar er beðið er kista hins látna geymd í …
Meðan útfarar er beðið er kista hins látna geymd í líkhúsi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tíðni dauðsfalla á Íslandi yfir seinasta ár virðist hafa sveiflast töluvert frá meðaltali dánartíðni seinustu ára.

Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, hefur borið saman þróun dánartíðni í hverri viku á fyrstu ellefu mánuðum seinasta árs í löndum Evrópu og á hvaða tímabilum hún hefur verið frábrugðin dauðsföllum á sama tíma á árunum 2016-2019.

Fjöldi látinna af völdum kórónuveirunnar hefur mikil áhrif á dánartölurnar, á tímabilinu frá mars og til loka október létust 297.500 fleiri einstaklingar í löndum ESB en á sama tímabili á árunum á undan. Á Íslandi fjölgaði dauðsföllum í fyrstu bylgju faraldursins mest um 7,5% umfram meðaltal fyrri ára. Yfir sumarmánuðina lækkaði dánartíðnin verulega en í september og einkum október fjölgaði dauðsföllum mikið á Íslandi og voru í október 26,5% umfram meðaltal seinustu ára. omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »