Ekkert smit innanlands í gær

Heilbrigðisstarfsmaður meðhöndlar bóluefni við kórónuveirunni.
Heilbrigðisstarfsmaður meðhöndlar bóluefni við kórónuveirunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Þetta kemur fram á Covid.is. 19 eru á sjúkrahúsi, sem er fjölgun um einn frá því í gær. 89 eru í einangrun, sem er fækkun um 17 á milli daga. 

Fimm smit greindust á landamærunum og beðið er eftir mótefnamælingu í öllum tilfellum. 

Tekin voru 1.276 sýni, þar af 560 á landamærunum. 

222 eru í sóttkví, sem er fækkun um fimm frá því í gær, og 733 eru í skimunarsóttkví. 

Nýgengi innanlandssmita miðað við 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur er nú 12,3 en 18,8 á landamærunum.

54 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu sem eru 14 færri en í gær. Á Suðurlandi eru 11 í einangrun, sem fækkun um 6 frá því í gær, og 10 á Suðurnesjum. Tveir eru í einangrun á Vestfjörðum, einn á Norðurlandi eystra og einn á Vesturlandi.  

mbl.is