Í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis

Farið er fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni vegna heimilisofbeldis …
Farið er fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni vegna heimilisofbeldis og frelsissviptingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður um fertugt var í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis og frelsissviptingar.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá löreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en atvikið mun hafa átt sér stað í Reykjavík í gær.

Rannsókn málsins miðar vel en ekki er unnt að veita nánari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is