Mældu orkuna í snarlinu

Hneta var brennd undir dós með vatni og fylgst með …
Hneta var brennd undir dós með vatni og fylgst með hita vatnsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við byrjuðum aftur með verklega tíma í þessari viku. Þessir nemendur fengu aldrei að fara í tilraunastofuna á haustönninni,“ sagði Selma Þórunn Káradóttir, fagstjóri raungreina í Verzlunarskóla Íslands.

Hún segir að verði samkomutakmarkanir ekki hertar og ef smit haldast lág verði vonandi hægt að halda uppi verklegri kennslu til vors.

„Krökkunum finnst mjög gaman að fá að koma í skólann og að hittast. Félagslegi þátturinn er svo mikilvægur. Svo er gott að geta látið þau gera verklegar tilraunir,“ sagði Selma. Nemendurnir sem voru í tilraunastofunni í gær eru á lokaári og voru að læra um orku í efnahvörfum. Tilraun gærdagsins fólst í að brenna hnetur, poppkorn og sykurpúða og mæla orkuna sem losnaði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert