Sex með stöðu sakbornings eftir árás í Borgarholtsskóla

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsókn vegna árásarinnar í Borgarholtsskóla í síðustu viku er í fullum gangi og miðar henni vel. Sex eru með stöðu sakbornings í málinu. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is. Tekur hann fram að málið sé nokkuð umfangsmikið og mikið af gögnum sem þurfi að fara yfir í tengslum við rannsóknina.

Þrír voru upphaflega handteknir vegna málsins og var einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sætti hann meðal annars einangrun í fangelsinu. Í vikunni felldi Landsréttur úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og var maðurinn látinn laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert