Skotgöt á skrifstofu Samfylkingarinnar

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar göt, sem virðast eftir byssukúlur, en rúður brotnuðu í Sóltúni 26 í Reykjavík. Á jarðhæð hússins eru skrifstofur Samfylkingarinnar.

Greint er frá málinu á vef RÚV þar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir að málið sé til rannsóknar.

Það gerir einnig Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.

Svo virðist sem skotið hafi verið á glugga þar sem skrifstofur Samfylkingarinnar eru en sex rúður brotnuðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina