Víða ófært eftir nóttina

Vetrarfærð er í flestum landshlutum en þó er að mestu greiðfært á Suðausturlandi. Víða er ófært eftir nóttina og verið að kanna aðstæður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð á vegum á Vesturlandi og víða skafrenningur. Víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum Vestfjarða. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi og þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og á Ennishálsi. Klettsháls er ófær og Þröskuldar lokaðir. Óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð.

Verið er að kanna færð eftir nóttina á Norðurlandi og er upplýsinga að vænta fljótlega. Lokað er um Þverárfjalli og Víkurskarði. Siglufjarðarvegur er ófær, óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er í gildi í Ljósavatnsskarði vegna snjóflóðahættu. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er lokaður vegna snjóflóðahættu.

Á Norðausturlandi eru fjallvegir víða ófærir eftir nóttina og verið er að kanna aðstæður. Hálka eða snjóþekja á vegum á Austurlandi en þungfært á Fagradal og ófært á Fjarðarheiði. Lokað yfir Öxi og Breiðdalsheiði en þar er engin vetrarþjónusta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert