Týr kallaður út til Siglufjarðar

Skipið á siglingu út Eyjafjörð.
Skipið á siglingu út Eyjafjörð. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, er á leið til Siglufjarðar til að sinna sjúkraflutningum.

Áhöfn lagði af stað nú á tíunda tímanum úr Eyjafirði en að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Gæslunnar er um þriggja og hálfs tíma ferð inn á Siglufjörð. Þar mun áhöfn sækja veikan mann og flytja sjóleiðina til Akureyrar, en ófært er landleiðina.

Landfestar leystar frá Akureyri í kvöld.
Landfestar leystar frá Akureyri í kvöld. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Til taks í Eyjafirði

Týr hefur verið til taks í Eyjafirði síðustu daga vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi en þetta er fyrsta formlega útkall þess frá því það kom norður á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.

Í kvöld lagði annað varðskip Gæslunnar, Þór, úr höfn í Reykjavík en þar er stefnan sett vestur á Flateyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert