Aðgerðum lokið við Kleifarvatn

Frá Kleifarvatni í dag.
Frá Kleifarvatni í dag. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Mikill viðbúnaður er við Kleifarvatn vegna slyss sem tilkynnt var um skömmu eftir hádegi. Björgunarsveitir frá Reykjanesbæ, Grindavík og höfuðborgarsvæðinu eru á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Í samtali við mbl.is segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að lítið sé vitað um slysið að svo stöddu. Tilkynnt hafi verið um „einhvern í vatninu“. Hann segir að viðbragðsaðilar séu nú komnir á vettvang og verið sé að kanna aðstæður.

Uppfært kl. 13.11

Í samtali við varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar að engin hætta væri á ferðum. Viðbragðsaðilar hefðu séð við komuna á vettvang að um kafara væri að ræða sem væri við köfun í vatninu. Aðgerðum er lokið.

mbl.is