Aflétta rýmingu á Flateyri eftir tvö snjóflóð

Flateyri.
Flateyri. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Rýmingu vegna snjóflóðahættu á Flateyri hefur verið aflétt. Tvö flóð hafa fallið við bæinn, bæði tiltölulega lítil. Annað flóðið er talið hafa fallið í nótt úr Innra-Bæjargili og svo sást flóð falla niður úr Skollahvilft í morgun. Í gær voru þrjú hús rýmd á Flateyri en því hefur nú verið aflétt eins og fyrr segir.

Heldur hefur dregið úr veðrinu á svæðinu og minni úrkoma hefur mælst. Snjódýpt hefur sömuleiðis ekki aukist jafnhratt og verið hefur.

mbl.is