Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag og var síðar úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is og seg­ir hann að um veik­indi hafi verið að ræða.

Sigurður Víðisson, forstöðumaður Sundhallarinnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

mbl.is