Sósíalistar næðu á þing

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann útilokar ekki að …
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann útilokar ekki að fara sjálfur í framboð fyrir flokkinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sósíalistaflokkurinn fengi menn á þing ef kosið væri til Alþingis í dag, ef marka má nýja könnun Maskínu sem unnin er fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis og birt var í dag. Flokkurinn mælist með 5,3% fylgi sem ætti að duga fyrir þrjá þingmenn.

Allir flokkar héldu sér á þingi og myndi þingflokkum því fjölga um einn.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 21,3% en næst á eftir kemur Samfylkingin með 17,1% fylgi og Vinstri græn með 13,2%. Þá segjast 11,3% myndu greiða Viðreisn atkvæði sitt, 10,5% Pírötum, 9,5% Framsóknarflokki og 6,6% Miðflokki. Flokkur fólksins og Miðflokkur reka lestina með 5,3% atkvæða hvor.

Fjöldi þátttakenda í könnuninni hefur ekki verið gefinn upp og því ekki hægt að segja til um skekkjumörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert