Bræður taka lagið úti á palli á Tálknafirði

Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir taka lagið á Tálknafirði.
Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir taka lagið á Tálknafirði. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Menningarstarfsemi hefur truflast mjög í heimsfaraldrinum. Stjórnvöld og Listahátíð í Reykjavík ákváðu að bæta úr því með Listagjöfinni, þar sem bóka mátti listflutning fyrir utan heimili vina eða ættingja.

Alls voru 750 listagjafir veittar af 105 listamönnum, flestar fyrir jól, en vegna veðurs urðu Vestfirðir út undan og nú er verið að bæta úr því.

Á laugardag tóku bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir lagið á Tálknafirði við mikinn fögnuð.Vonast er til að veita megi listagjafir á norðanverðum Vestfjörðum í komandi viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert