Hættu við vegna veðurs

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali …
John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali í 2. búðum K2. Ljósmynd/Facebook

John Snorri og föruneyti hans komust ekki á topp K2 í nótt eins og fyrirhugað var. Eftir að hafa gengið í um 17 klukkutíma frá grunnbúðum í átt að búðum 3 ákváðu þeir að tjalda fyrir neðan búðirnar og hvíla sig.

Þegar þeir sáu að slæmt veður var að koma fyrr en það átti að gera var ákveðið að snúa við þar sem veðurglugginn til að komast á toppinn var farinn, samkvæmt upplýsingum Línu Móeyjar Bjarnadóttur, eiginkonu Johns Snorra.

Núna eru þeir komnir aftur í grunnbúðirnar og farnir að undirbúa næstu tilraun til að komast á topp K2. 

mbl.is