Hleðslustaurar á miðri gangstétt

Á Hrannarstíg þurfa gangandi að víkja fyrir hleðslu-stöðvum. Þær eru …
Á Hrannarstíg þurfa gangandi að víkja fyrir hleðslu-stöðvum. Þær eru nú orðnar fjórar á stuttum gangstéttarkafla. mbl.is/ Íris Jóhannsdóttir

Þremur hleðslustöðvum fyrir rafbíla hefur verið komið fyrir á Hrannarstíg, aftan við Landakotsspítala í gamla Vesturbæ Reykjavíkur.

Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að hleðslustöðvarnar eru uppi á miðri gagnstétt og svo plássfrekar að ætla má að ekki sé hægt að koma barnavagni fram hjá þeim með góðu móti.

Hleðslustöðvarnar eru á ábyrgð Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, en til stendur að koma upp hleðslustöðvum á þrjátíu stöðum í borgarlandinu í námunda við skóla, sundlaugar, menningarstofnanir og vinnustaði til að gera þeim kleift að eiga rafbíl, sem ekki hafa aðstöðu til hleðslu heima hjá sér. Á þeirri vinnu að ljúka í febrúar.

Fyrir er á gangstéttinni ein hleðslustöð sem ætluð er starfsmönnum Landspítalans á einkastæði þeirra, en stæðið er hægra megin gangstéttar á mynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »