Starfsemi í Gimli hefst aftur í dag

Tjónið af vatnslekanum er gífurlegt fyrir Háskóla Íslands
Tjónið af vatnslekanum er gífurlegt fyrir Háskóla Íslands mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekist hefur að koma rafmagni aftur á á öllum hæðum háskólabyggingarinnar Gimli eftir vatnslekann mikla sem varð aðfaranótt fimmtudags. „Það er mjög stór áfangi,“ segir Ingólfur B. Aðalbjörnsson, byggingastjóri Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Starfsfólk í Gimli á því að geta mætt til vinnu í dag, en byggingin hýsir aðallega skrifstofur fyrir starfsfólk skólans auk nemendaþjónustu.

Ingólfur segir það nú alveg ljóst hvaða byggingar urðu fyrir mestu tjóni. „Háskólatorg og Gimli urðu verst úti, það er ekki spurning. Það er mikið tjón niðri í tæknirýminu í Gimli þar sem rafmagnstaflan og loftræstisamstæðan þar fóru á flot,“ segir hann. Þá geti leynst skemmdir víða undir yfirborðinu. „Gifsveggir geta verið erfiðir eftir að raki kemst í þá, þó maður haldi að þeir séu orðnir þurrir er ekki þar með sagt að öllu sé lokið því svona skemmdir geta verið lengi að koma fram,“ segir Ingólfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert