Stóra sviðið á nýjan leik

Björn Thors á sviði Þjóðleikshússins.
Björn Thors á sviði Þjóðleikshússins. mbl.is/Árni Sæberg

„Það var rafmagn í loftinu og fiðringur í fólki við að geta farið að sýna aftur,“ segir Björn Thors, leikari í einleiknum Vertu úlfur, sem var frumsýndur á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á föstudag eftir fjögurra mánaða sýningarhlé vegna sóttvarna.

„Við vissum það ekki fyrr en fyrir um tíu dögum að við værum að fara að frumsýna og það hleypti krafti í mannskapinn og lífi í húsið.“

Vertu úlfur er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, eiginkonu Björns, sem einnig leikstýrði, og byggist á bók Héðins Unnsteinssonar um glímuna við geðröskun. „Ákvörðunin um sýninguna var tekin vegna faraldursins, enda borðleggjandi í þessu andrúmslofti fjarlægða, einveru og raskana,“ segir Björn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert