3,7 milljarðar greiddir út í tekjufallsstyrki

Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins.
Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins. Mynd/mbl.is

Síðastliðnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir út í svokallaða tekjufallsstyrki sem er úrræði fyrir rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins og hefur greitt út til um 540 aðila.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins en þar má einnig sjá yfirlit yfir stöðu helstu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins.

Á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga hafa nýtt sér styrki, lán, gjaldfresti eða önnur úrræði stjórnvalda síðustu mánuði samkvæmt samantekt Stjórnarráðsins. Lokunarfrestir fyrir tæpa tvo milljarða króna hafa verið greiddir út til um 1.450 rekstraraðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert