Flestir í tímabundið embætti árið 2019

Þrettán tóku að sér embættisstörf tímabundið í lögreglunii árið 2019.
Þrettán tóku að sér embættisstörf tímabundið í lögreglunii árið 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrettán voru settir í tímabundið embætti sem millistjórnendur og yfirmenn hjá löggæslustofnunum og stofnunum sem fara með ákæruvald, árið 2019, og þar af voru flestir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Björns Leví Gunnassonar, þingmanns Pírata.

Hann spurði um fyrrgreint atriði yfir árin 2010 til 2019 en í ljós kom að flestir hlutu embætti tímabundið á árunum 2019 og 2017 en á árunum 2010 til 2016 hlutu sex á einu ári tímabundið embætti þegar mest lét.

Spurt var: Hversu margir voru settir tímabundið í embætti sem …
Spurt var: Hversu margir voru settir tímabundið í embætti sem millistjórnendur og yfirmenn hjá löggæslustofnunum og stofnunum sem fara með ákæruvald á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2019? Skjáskot/Stjórnarráðið

Síðari spurning þingmannsins hljóðar svo:

Hversu margir hlutu á sama tímabili skipun í embætti millistjórnenda og yfirmanna hjá þessum stofnunum, sbr. 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins?

Þegar litið er til svarsins við seinni spurningunni sést að fjöldinn er álíka mikill milli ára en einkum hluti margir skipanir árið 2017. 

Spurt var: Hversu margir hlutu á sama tímabili skipun í …
Spurt var: Hversu margir hlutu á sama tímabili skipun í embætti millistjórnenda og yfirmanna hjá þessum stofnunum? Skjáskot/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert