Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, verða væntanlega bæði í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi eða með 27 prósent fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast síðan jafnstór í kjördæminu eða með 15,2 prósenta fylgi.

Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr tveimur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, annars vegar í desember 2020 og hins vegar í janúar 2021.

Fjöldi svarenda í Reykjavík suður var 557, fjöldi svarenda í Reykjavík norður 632 og fjöldi svarenda í Suðvesturkjördæmi var 807.

Niðurstöður könnunarinnar á landsvísu voru birtar um helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert