Friðlýsing háhitasvæðis Geysis á borði ráðherra

Ferðamenn við Geysi í Haukadal.
Ferðamenn við Geysi í Haukadal. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Undirbúningi friðlýsingar háhitasvæðis Geysis fyrir orkunýtingu er lokið hjá Umhverfisstofnun. Málið er nú á borði ráðherra.

Unnið hefur verið að málinu í eitt ár. Vegna villu í tillögu að auglýsingu hefur málið þurft að fara einn hring til viðbótar meðal umsagnaraðila, meðal annars sveitarfélagsins Bláskógabyggðar.

Grundvöllur friðlýsingar svæðisins fyrir orkunýtingu er að því var skipað í verndarflokk hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar á sínum tíma. Sex athugasemdir bárust þegar tillögurnar voru auglýstar, meðal annars frá landeigendum í nágrenninu. Snerust þær mikið um afmörkun svæðisins, málsmeðferð og tillögu að friðlýsingarskilmálum. Umhverfisstofnun svaraði athugasemdum og sendi málið til ráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert