Siglufjarðarvegur enn lokaður

mbl.is/Sigurður Bogi

Vetrarfærð er í flestum landshlutum en þó er greiðfært með suðurströndinni. Él og skafrenningur eru mjög víða um norðanvert landið samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði. Siglufjarðarvegur er lokaður og verður framhaldið skoðað klukkan 10:00. Leiðin um Þverárfjall er lokuð. Þungfært er á Hófaskarði, Vopnafjarðarheiði og Hólasandi. Þæfingur er á Brekknaheiði og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Þungfært er í Ísafjarðardjúpi, frá Súðavík í Ögur og á Strandavegi. Ófært og stórhríð er í Reykhólasveit og þæfingur á Gemlufallsheiði. Vegfarendum er bent á að aka þarf um vetrarveg við Geiradalsá á Vestfjarðavegi (60). Vegurinn um Þröskulda er lokaður og eins yfir Dynjandisheiði. Óvissustig er í Súðavíkurhlíð og ófært er um Steingrímsfjarðarheiði en mokstur hafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert