Tvö smit innanlands

Helstu einkenni Covid-19 sjúkdómsins eru: Hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, …
Helstu einkenni Covid-19 sjúkdómsins eru: Hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta og slappleiki. Í sumum tilvikum hverfur bragð- og lyktarskyn skyndilega og einnig eru dæmu um einkenni frá meltingarvegi eins og niðurgangur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú er staðan sú að færri eru í sóttkví en þeir sem eru í einangrun. Alls eru 59 einangrun en 53 í sóttkví. 942 eru í skimunarsóttkví og 16 á sjúkrahúsi. Aðeins brot af þeim er með virkt smit. 

Báðir voru í sóttkví en annar þeirra sem greindust í gær kom í einkennasýnatöku en hinn í sóttkvíarskimun. Allir sem hafa greinst með Covid-19 innanlands frá 21. janúar hafa verið í sóttkví.

Á landamærunum greindist ekkert virkt smit en einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. Daginn áður voru tveir með virkt smit og tveir með mótefni. 

Mjög mörg sýni voru tekin í gær eða tæplega 1.500. Á sama tíma fækkaði í sóttkví úr 128 einstaklingum í 53. Á landamærunum voru skimanirnar 233 talsins.

Ekkert virkt smit er á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu er 41 í einangrun, sjö á Suðurlandi og sami fjöldi á Suðurnesjum. Á Vesturlandi eru fjórir með Covid-19.

Níu börn eru með Covid-19 og 17 einstaklingar á aldrinum 18-29 ára. 11 á fertugsaldri og átta á fimmtugsaldri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina