100+ hið nýja norm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 117 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn og það er næstum hægt að segja að það sé nýja normið að þeir séu yfir 100 talsins.

Á Facebook-síðu slökkviliðsins kemur fram að 20 þeirra hafi verið forgangsflutningar en einungis þrír Covid-19-flutningar. 

Útköll dælubíla voru tvö og annað þeirra umferðarslys á stofnbraut í borginni. Einn var fluttur á slysadeild og sá slökkvilið um öryggi á vettvangi og hreinsun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert