Helga Guðrún íhugar framboð til formanns VR

Helga Guðrún Jónasdóttir
Helga Guðrún Jónasdóttir

Helga Guðrún Jónasdóttir, sem starfaði m.a. sem upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar og samskiptastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, íhugar framboð til formanns VR. Sitjandi formaður er Ragnar Þór Ingólfsson.

Helga Guðrún segir í samtali við mbl.is að hún hafi verið hvött til þess að fara fram en ekkert sé ákveðið í þeim efnum. „Það er verið að hvetja mig en ég er ekki búin að taka ákvörðun. Ég er bara að skoða málin í rólegheitum,“ segir Helga.

Helga starfaði sem ráðgjafi fyrir VR um aldamótin og bauð sig fram til formanns VR árið 2011 en tapaði formannskjöri naumlega fyrir Stefáni Einari Stefánssyni.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum VR og hef látið mig þau varða í gegnum tíðina,“ segir Helga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert