Heppinn Íslendingur vann rúmar 6,7 milljónir

Lottó.
Lottó.

Einn heppinn áskrifandi vann 3. vinning í Víkingalottó og fær í sinn hlut rúmar 6,7 milljónir króna. 1. og 2. vinningur gengu ekki út að þessu sinni.

Sex voru með fjórar jókertölur réttar og fá þeir í sinn hlut 100 þúsund krónur hver. Þrír miðarnir voru í áskrift en hinir þrír voru keyptir í Euro Market, Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, Jolla á Helluhrauni 1 í Hafnarfirði og á Vestur restaurant í Aðalstræti 110 á Patreksfirði.

Vinningstölur kvöldsins: 17, 20, 24, 25, 37, 44.

Jókertölur kvöldsins: 1, 0, 3, 5, 0.

mbl.is