„Höfum aldrei séð annað eins“

Margir eru í ferðahug og mikil ásókn í orlofshús um …
Margir eru í ferðahug og mikil ásókn í orlofshús um allt land.

Gífurleg spurn er eftir orlofshúsum stéttarfélaga um þessar mundir og nánast full nýting á þeim húsum sem í boði eru. Einstök félög hafa jafnvel þurft að auglýsa eftir fleiri bústöðum til leigu. Talsmenn stærstu stéttarfélaga eru á einu máli um þetta.

„Það er metaðsókn. Það fer allt sem er í boði, á öllum tímum og alls staðar. Þetta er merki um að fólk er að nýta sér þessa þjónustu í meira mæli en áður og líklegast út af kófinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem er stærsta stéttarfélag landsins.

Sá fjöldi orlofshúsa sem er í eigu VR víða um land dugar ekki alltaf til og segir Ragnar Þór félagið reyna að bregðast við þessari miklu eftirspurn með því að auglýsa eftir sumarhúsum til leigu til að endurleigja félagsmönnum. Unnið sé að því að bæta við húsum, kaupa fleiri eignir og byggja og leigja enda sýni sig að þetta sé þjónusta sem kemur félagsmönnum VR mjög vel um þessar mundir.

Nýting orlofshúsanna hefur verið sérlega góð í vetur og nánast allt fullbókað á vinsælum stöðum yfir veturinn. Einnig hefur verið opnað fyrir bókanir orlofshúsa næsta sumar og er stór hluti þegar fullbókaður, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »