Skjálftahrina við Þórisjökul

map.is
map.is map.is

Jarðskjálftahrina hófst við Þórisjökul sunnan Langjökuls í morgun og eru skjálftar orðnir um 30 talsins, sá stærsti 2,9. 

„Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um að þetta hafi fundist í byggð, enda svona frekar fjarri mannabyggðum“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við mbl.is.

„Þetta er hluti af vestra gosbeltinu sem er kannski ekki jafn virkt og eystra gosbeltið, en við höfum alveg fengið nokkrar hrinur þarna áður.“

Sigríður Magnea segir ekki útilokað að stærri skjálftar verði á svæðinu, en stærstu skjálftar þar hafa náð 4,5 að stærð fyrir nokkrum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert