Vatnsleki í Grafarvogi

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í morgun vegna vatnsleka í húsnæði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Grafarvogi. Að sögn varðstjóra var um kalt vatn að ræða og tók það um klukkustund að hreinsa upp vatnið. 

Tvö önnur útköll komu til kasta slökkviliðsins í morgun en bæði minni háttar. Talsvert hefur verið um sjúkraflutninga í morgun en ekkert óvanalegt. 

mbl.is