Halldór Auðar stefnir á þingsæti

Halldór Auðar Svansson.
Halldór Auðar Svansson. mbl.is/Eggert

Halldór Auðar Svansson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Reykjavík og stefnir á þingsæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna.

Þessu greinir hann frá á facebooksíðu sinni.

„Þar með er ég að vonast eftir góðum árangri í prófkjörinu og síðan góðum árangri flokksins í þingkosningum í haust,“ skrifar Halldór Auðar, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. 

„Píratar eru mikilvæg rödd á Alþingi og mig langar að leggja þar lið. Ég held að reynsla mín úr borgarstjórn og af þátttöku í starfi félagasamtaka en ekki síst brennandi áhugi minn á pólitík geri mig vel hæfan í starfi.“

eitt stærsta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert