Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl Dags

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar skemmdarverk sem unnin voru á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Rannsóknin beinist að sögn að því hvort skotið hafi verið á bíl hans og þá hvort málið tengist skotum á húsnæði Samfylkingarinnar í Sóltúni í síðustu viku.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is