Hætta þingfundum á mánudögum

Kvöldfundir eru algengari á Alþingi en örðrum þjóðþingum og umhverfið …
Kvöldfundir eru algengari á Alþingi en örðrum þjóðþingum og umhverfið oft sagt ófjölskylduvænt. mbl.is/Hari

Skrifstofa Alþingis birti í dag nýtt skipulag þingvikunnar sem er afrakstur vinnu skrifstofunnar að umbótum á starfsháttum í tengslum við innleiðingu styttingar vinnuvikunnar.  

Forseti Alþingis og formenn þingflokka hafa síðan orðið sammála um að gera tilraun með breytta skipun þingvikunnar fram að páskum. 

Breytingarnar felast í því að hætt verður með þingfundi á mánudögum. Þess í stað verða nefndarfundir og þingflokksfundir á mánudögum. 

Þingfundir, sem verða á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, hefjast fyrr en áður eða kl. 13. Þetta er gert í þeirri von að slíkt stuðli að því að ljúka megi þingfundum fyrr.

Engir fastanefndarfundir verða á miðvikudögum. Svigrúm verður á morgnana fyrir alþjóðastarf eða þingflokka að hittast og stilla saman strengi. Þingflokksfundatími verður frá 10:30 til 12.

Þingfundir eða nefndafundir verða ekki á föstudögum á þessu tilraunatímabili nema samkvæmt því sem er að finna í starfsáætlun (þrjú tilvik).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert