Hljóp ekki „grátklökkur í fjölmiðla“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagði í dag á facebooksíðu sinni að honum hefði í gegnum tíðina verið líkt við Anders Breivik hryðjuverkamann, hann hefði fengið nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, og veist hefði verið að honum á almannafæri. Þá hefðu skotför eitt sinn sést á stofuglugga á húsi hans en honum hefði ekki dottið í hug „að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“.

Hannes rifjar upp skrif Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem tók upp hanskann fyrir Hannes árið 2011 og benti m.a. á skrif Guðmundar Andra Thorssonar, nú þingmanns Samfylkingarinnar.

Þetta setur Hannes í samhengi við umræðu í kjölfar skota á bíl Dags B. Eggertssonar sem snýst um hatursorðræðu í garð stjórnmála og stjórnmálamanna. 

Færslu Hannesar má lesa hér:


 

mbl.is