Sækja MAX-vélarnar í næstu viku

Boeing MAX-737 þotur kyrrsettar á Keflavíkurvelli.
Boeing MAX-737 þotur kyrrsettar á Keflavíkurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Gert er ráð fyrir að tvær af fimm Boeing 737 MAX-þotum Icelandair sem hafa verið í geymslu á flugvellinum í Lledia á Spáni undanfarin misseri verði ferjaðar heim í næstu viku.

Sem kunnugt er voru vélar þessarar gerðar kyrrsettar fyrir um tveimur árum í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa, þar sem alls 346 fórust. Hið fyrra var 2018 þegar vél Lion Air hrapaði til jarðar í Indónesíu og árið eftir fórst vél Ethiopian Airlines sem var á leiðinni til Nairóbí í Keníu.

Stýrikerfi MAX-vélanna hefur verið endurhannað og aðrar ráðstafanir gerðar og Flugöryggisstofnun Evrópu hefur aflétt kyrrsetningu vélanna. Nokkuð er liðið síðan flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum gáfu Boeing MAX græna ljósið og í ferðum að undanförnu hefur allt gengið vel og ekkert óvænt komið upp.

Samkvæmt kröfum flugmálayfirvalda verða ákveðin viðhaldsverk framkvæmd áður en vélunum verður flogið heim. Þegar til Íslands er komið taka við áframhaldandi uppfærslur á vélunum og þjálfun flugmanna. Ráðgert er svo að taka vélarnar aftur í rekstur á vormánuðum, segir Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í Morgunblaðinu í dag.

Þórarinn Hjálmarsson, til vinstri, og Haraldur Baldursson hafaverið mikið á …
Þórarinn Hjálmarsson, til vinstri, og Haraldur Baldursson hafaverið mikið á MAX-vélum Icelandair og eru hér í stjórnklefa vélarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert