„Ekki fara á límingunum!“

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er bara að benda kurteislega á það, að að sumu leyti eru viðbrögðin við þessu máli yfirdrifin,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is vega færslu hans á Facebook frá því í dag. 

Þar segist Páll ekki gera lítið úr hættunni sem stafar af því að truflaður maður hlaupi um með byssu og skjóti á hús og bíla og vísar þannig í skotárásir á húsnæði stjórnmálaflokka og á bíl borgarstjóra. 

En fyrir alla muni hættið að tala um yfirvofandi hryðjuverkahættu, brynvarin ökutæki og sérsveitir til að passa stjórnmálamenn. Ekki fara á límingunum!“ segir Páll í færslu sinni. 

Færsluna má lesa hér:

Páll segist ekki vera að vísa í ein sérstök ummæli, en hann telji fólk vera að lesa allt of mikið í það, sem í fyrstu sýn virðist ekki vera neitt annað en truflaður einstaklingur, en ekki viðverandi breytt ástand í þjóðfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert