„Með öllu ólíðandi í lýðræðisríki“

Húsnæði Samfylkingarinnar.
Húsnæði Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fordæmir árásirnar á starfsstöðvar stjórnmálaflokka og einkabíl borgarstjóra.  

„Slíkar árásir eru með öllu ólíðandi í lýðræðisríki og opnu samfélagi. Við fordæmum hatursfulla orðræðu og ummæli sem ala af sér andúð og geta verið hvati til slíkra árása,“ segir í tilkynningunni.

„Við eigum öll að geta tekið þátt í stjórnmálum án þess að eiga hættu á að vera ógnað með þeim hætti sem við höfum því miður orðið vitni að nýlega.“

mbl.is