Icelandair gerir samkeppni erfiða

Þotur úr flota Icelandair.
Þotur úr flota Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðilar í ferðaþjónustu lýsa margir hverjir erfiðri stöðu á samkeppnismarkaði vegna ríkjandi stöðu Icelandair og dótturfélaga Icelandair Group.

Icelandair Group hyggst selja eitt dótturfélagið, ferðaskrifstofuna Iceland Travel, til þess að einbeita sér betur að kjarnarekstri félagsins, flugrekstri. Hins vegar lítur ekkert út fyrir að Icelandair Group ætli að selja annað dótturfélag, ferðaskrifstofuna VITA, og þykir mörgum það menga samkeppnisumhverfi ferðaskrifstofureksturs.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, segir samkeppnisumhverfi á markaði ferðaskrifstofa vera óeðlilegt. Hún segir erfitt að eiga viðskipti við eina íslenska flugfélagið, Icelandair, þegar það rekur jafnframt einn stærsta aðilann í geiranum, ferðaskrifstofuna VITA. Stjórnendur Icelandair sitja sömuleiðis í stjórn VITA og því geti verið erfitt að ræða við stjórnendur Icelandair, samstarfsaðila, þegar þeir sitja í stjórn VITA, keppinauta, á sama tíma.

„Við sitjum að sjálfsögðu ekki við sama borð og VITA, það er það sem við höfum verið að benda á,“ segir Þórunn í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert