Saumarnir fjarlægðir af handleggjum Guðmundar

Guðmundur Felix birti mynd á Facebook-síðu sinni í dag þar …
Guðmundur Felix birti mynd á Facebook-síðu sinni í dag þar sem handleggirnir sjást án sauma. Ljósmynd/Aðsend

Handleggir Guðmundar Felix Grétarssonar eru farnir að taka á sig mynd. Í dag birtir Guðmundur mynd á facebooksíðu sinni sem sýnir hvernig þeir líta út eftir að saumarnir voru fjarlægðir. 

Guðmundur gekkst nýverið undir aðgerð þar sem græddir voru á hann handleggir. Aðgerðin  þykir marka tímamót en Guðmundur sagði í samtali við mbl.is í gær að ferlið fram undan væri maraþon.

Hann hefur enga hreyfigetu né tilfinningu í handleggjunum enn, þar sem taugarnar hans eiga eftir að vaxa út í þá.

„Ef við miðum við milli­metra á dag verð ég kannski kom­inn með taug­ar niður í oln­boga eft­ir ár, og niður í fing­ur eft­ir tvö ár. En þar sem þetta var fram­kvæmt núna í fyrsta skipti veit eng­inn hvort taug­arn­ar munu gróa alla leið,“ sagði Guðmundur í gær.

Honum heilsast vel og er stefnt að útskrift af spítalanum hinn 15. febrúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert