Bjó til brúðu af Bernie

Arndís Sigurbjörnsdóttir hér með brúðuna og ekki þarf að velkjast …
Arndís Sigurbjörnsdóttir hér með brúðuna og ekki þarf að velkjast í vafa um hver fyrirmyndin er. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Bernie Sanders náði athygli minni enda heillandi maður sem vill hafa góð áhrif. Ég fylgdist með honum í sjónvarpinu þegar nýr Bandaríkjaforseti var settur í embætti og ekki leið á löngu uns hugmynd að brúðu fæddist með mér,“ segir Arndís Sigurbjörnsdóttir í Hafnarfirði.

Heimili hennar er nærri Hellisgerði, garðinum góða þar sem álfar og huldufólk eiga sér bústað. Verur af ekki ósvipuðum stofni eru áberandi á heimili Arndísar; brúður í hundraðatali af öllum stærðum og gerðum sem hún hefur útbúið. Heimilið er einstakt persónugallerí.

Listafólk um veröld víða gerir sér nú til gamans að skapa eftirlíkingar af bandaríska stjórnmálaskörungnum Bernie Sanders. Hinn sókndjarfi öldungur sóttist í tvígang eftir tilnefningu Demókrataflokksins þar vestra til forsetaframboðs en fékk ekki. Þegar Joe Biden tók við forsetaembættinu á dögunum mætti Sanders til Washington og fylgdist með. Sat á hliðarlínunni í útilegustól, var í kuldaúlpu og með áberandi vettlinga sem við fyrstu sýn minna á íslenskt lopamynstur en voru úr endurunnum peysum, prjónuðum og úr flísi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »