Banaslysið í Sundhöllinni enn til rannsóknar

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsókn á andláti mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur þann 21. janúar sl. stendur enn yfir. Málið er rannsakað sem óvænt andlát. Áður hefur verið talað um rannsókn málsins sem vinnuslys. Snérist sú túlkun eingöngu um hvaða deild lögreglu skildi rannsaka málið. 

„Lögreglan rannsakar öll andlát utan sjúkrahúss, misskilningurinn fólst í hvort okkar deild  eða miðlæg rannsóknardeild lögreglu ætti að rannsaka málið. Aldrei stóð til rannsaka málið sem annað en óvænt andlát,“ segir Jóhann Karl Þórisson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Maðurinn sem lést í Sundhöllinni var með geðfatlaðan einstakling í liðveislu í sundi þegar andlátið átti sér stað.

Jóhann Karl segir lítið nýtt í málinu. Krufning hefur farið fram og beðið er eftir niðurstöðum úr henni. 

mbl.is