Rannsókn á skotmálinu lokið

Skotið var á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og á bíl Dags B. …
Skotið var á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglu á skotum á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar og á skrifstofu Samfylkingarinnar er lokið og hefur málinu verið vísað til héraðssaksóknara. Þetta staðfesta Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Kolbrún Baldursdóttir aðstoðarhéraðssaksóknari við mbl.is. 

Greint var frá því í gær að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra og hús­næði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um síðustu helgi er fyrr­ver­andi lög­reglumaður sem hlotið hefur dóm fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum árið 2003. Hann fékk uppreist æru árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert