Mikill snjór yfir öllu í Fljótunum

Grafa þurfti upp pallbíl á 33
Grafa þurfti upp pallbíl á 33" dekkjum. Ljósmynd/Þorsteinn Guðmundsson

Toyota Hilux-pallbíll á 33" dekkjum var falinn djúpt í snjóskafli við húsið á Stóru-Brekku í Fljótum og var grafinn upp. Þótt þess sjáist engin merki á myndinni er annar bíll vinstra megin við pallbílinn á kafi í snjónum.

Þorsteinn Guðmundsson, starfsmaður Eleven Experience, sem rekur hótelið á Deplum og á Stóru-Brekku, segir að miðað við síðastliðinn áratug, að undanskildum vetrinum í fyrra, sé þarna mjög mikill snjór.

Engir gestir eru á hótelinu en þeirra er von eftir að létt verður á ferðatakmörkunum vegna faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert