Hekla til Pírata

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir er nýr starfsmaður þingflokks Pírata.
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir er nýr starfsmaður þingflokks Pírata. Ljósmynd/Saga Sig (UN Women)

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir tók til starfa fyrir þingflokk Pírata í janúar og lét þar með af störfum fyrir UN Women, þar sem hún hefur verið sérfræðingur í stafrænni miðlun frá árinu 2018.

Hekla er þar með orðinn einn fjögurra starfsmanna þingflokks Pírata. Stefán Óli Jónsson, fyrrverandi blaðamaður, bættist í þann hóp í haust. Fyrir voru þar Baldur Karl Magnússon og Eiríkur Rafn Rafnsson, sem er titlaður aðstoðarmaður formanns, Smára McCarthy.

Hekla er sviðshöfundur að mennt, með gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur fengist við uppistand, leikstjórn og handritaskrif undanfarin ár ásamt því að hafa unnið á Pipar/TBWA og hjá Hvíta húsinu. Hún var á meðal handritshöfunda þáttanna Jarðarförin mín, sem sýndir voru á Sjónvarpi Símans í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert