Ölsala handverksbruggara leyfð en ekki vefverslun

mbl.is/​Hari

Í stjórnarfrumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum, sem lagt var fram á Alþingi í gær, er kveðið á um að smærri brugghúsum verði leyft að selja öl á framleiðslustað.

Hins vegar er þar ekki veitt heimild til innlendrar netverslunar með vín í smásölu, líkt og upphafleg drög frumvarpsins gerðu ráð fyrir.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má rekja þá breytingu til andstöðu samstarfsflokkanna, bæði innan ríkisstjórnar og þingflokka. Málið velktist mánuðum saman í ríkisstjórn og var svo lengi á hægferð í gegnum þingflokka framsóknarmanna og vinstri grænna. Innan þeirra lagðist meirihlutinn gegn innlendri netverslun með áfengi, þrátt fyrir að sú breyting horfði fyrst og fremst til jafnrar stöðu innlendrar og erlendrar netverslunar. Íslenskir neytendur geta þegar keypt áfengi í smásölu frá erlendum netverslunum í skjóli Evrópureglna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert