Beðið eftir gögnum vegna banaslyss

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andlátinu sem varð í Sundhöll Reykjavíkur í  janúar er á seinni stigum. Engin niðurstaða er komin í málið.

Að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa er beðið eftir ákveðnum gögnum en hann vill ekki greina frá því um hvaða gögn er að ræða.

Hann hefur ekki upplýsingar um hvort niðurstöður eru komnar úr krufningu og segir ómögulegt að vera með getgátur uppi um hvað varð manninum að bana.

Spurður hvort rætt hafi verið við mörg vitni vill hann ekki tjá sig um það.

Tilkynning vegna málsins barst lögreglunni 21. janúar klukkan 12.02. Maður­inn sem lést í Sund­höll­inni var með geðfatlaðan ein­stak­ling í liðveislu í sundi þegar and­látið átti sér stað.

Málið er rann­sakað sem óvænt and­lát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert