Lögreglan bíður eftir niðurstöðum

Þrennt var í bílnum sem hafnaði í sjónum í Skötufirði.
Þrennt var í bílnum sem hafnaði í sjónum í Skötufirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Lögreglan á Vestfjörðum bíður enn eftir niðurstöðum úr rannsókn á bílnum sem hafnaði í sjónum í Skötufirði um miðjan janúar með þeim afleiðingum að kona og sonur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst lífs af.

Að sögn lögreglunnar tekur einhverjar vikur að fá niðurstöður úr rannsókninni. Bíllinn var fluttur á Suðurland þar sem sérhæfður bifvélavirki rannsakar hann, auk þess sem tæknideild lögreglunnar kemur að rannsókninni.

Búið er að ræða við föðurinn og vitnin sem komu fyrst á vettvang og er því lítið að frétta af málinu þangað til niðurstaða fæst í rannsóknina á bílnum.

Bíll hafnaði í sjónum í Skötufirði.
Bíll hafnaði í sjónum í Skötufirði. Graf/mbl.is
mbl.is