Rannsókn á lokametrunum

Frá Borgarholtsskóla. Árásin, sem vakti mikinn óhug, átti sér stað …
Frá Borgarholtsskóla. Árásin, sem vakti mikinn óhug, átti sér stað 13. janúar síðastliðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsókn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árásinni í Borgarholtsskóla fyrir tæpum mánuði er á lokametrunum.

Að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns gengur rannsóknin vel. Enn eru sex með réttarstöðu sakbornings í málinu.

Eftir að miðlæg rannsóknardeild lýkur sinni rannsókn fer málið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ákveðið verður með framhaldið.

Þrír voru upp­haf­lega hand­tekn­ir vegna máls­ins og var einn úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald. Sætti hann meðal ann­ars ein­angr­un í fang­els­inu. Síðar felldi Lands­rétt­ur úr gildi gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð héraðsdóms og var maður­inn lát­inn laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert