Bólusetningarfæribandið gekk vel

Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningafólk var bólusett í kippum í Laugardalshöllinni í dag þar sem um 400 manns fengu Moderna-bólusetningu á rúmri klukkustund. Fyrirkomulagið er þaulhugsað og gekk vel í framkvæmd. 

Í myndskeiðinu sést hvernig útfærslan er þar sem fólki er hleypt inn í hollum og við því tekur starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem gefur því sprauturnar eftirsóttu.

Framkvæmdastjórar hjúkrunar og lækninga hjá HH útskýra hvernig fyrirkomulagið er en miðað er við að fólk eigi að geta farið í gegnum ferlið á fimmtán mínútum. mbl.is var í Laugardalshöllinni rétt eftir hádegi þegar erillinn var hvað mestur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert