Undirbúa byggingu Sæmundarstofu

Kirkja hefur verið í Odda frá því í öndverðri kristni. …
Kirkja hefur verið í Odda frá því í öndverðri kristni. MarkmiðOddafélagsins er að reisa nýja veglega kirkju ásamt menningarmiðstöð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Oddafélagið stefnir að því að byggja nýja Oddakirkju og menningar- og fræðasetrið Sæmundarstofu í Odda á Rangárvöllum.

Þessi mannvirki og starfsemi í þeim verði menningarmiðja á þessu merkasta höfuðbóli Suðurlands þar sem rúmlega þúsund ára sögu staðarins og íbúa hans verði gerð skil.

Stjórn Oddafélagsins telur ekki eftir neinu að bíða að taka fyrstu skóflustunguna í ljósi þess að eftir aðeins tólf ár verður 900 ára ártíðar Sæmundar fróða minnst, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er óskaplega spennandi viðfangsefni. Það sameinar margt sem ég hef brennandi áhuga á og ég vil leggja mig fram um að koma á framfæri,“ segir Friðrik Erlingsson, rithöfundur á Hvolsvelli, sem ráðinn hefur verið verkefnastjóri Oddafélagsins. Hann hefur setið í stjórn félagsins um árabil og tekið þar þátt í þeim undirbúningi sem fram hefur farið vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Odda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »