Torkennilegir túlípanar í Mjóddinni

Litríkir og torkennilegir túlípanar hafa vakið forvitni þeirra sem hafa átt leið um Mjóddina að undanförnu. En búið er að koma einum sextán stykkjum fyrir á torginu á milli Mjóddarinnar og Sambíóanna í Álfabakka. Á þeim eru handföng en sumir gegna hlutverki ruslatunna.  

Þegar mbl.is var á svæðinu voru vegfarendur að virða þessa litríku viðbót á torginu fyrir sér en þegar túlípanarnir opnast blasir tilgangur þeirra við eins og sést í myndskeiðinu. Túlípanarnir eru þáttur í endurbótum borgarinnar á svæðinu sem hafa staðið yfir að undanförnu.

mbl.is